Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Almenn ánægja er með vel heppnað körfuboltamót sem Þórsarar héldu í fimm íþróttahúsum um helgina.
Unglingaráð og stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs hélt um liðna helgi stórt körfuboltamót í minnibolta, flokki 11 ára drengja og stúlkna. Ekki dugði minna en fjögur íþróttahús til að halda mótið enda um 650-700 krakkar sem tóku þátt í mótinu. A-riðlar drengja og stúlkna fóru fram í íþróttahúsi Glerárskóla, neðri riðlar stúlkna í Síðuskóla og neðri riðlar drengja í Höllinni og Giljaskóla. Keppni í B-riðlum drengja og stúlkna fór fram í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Alls voru það 100 lið sem öttu kappi um helgina með 6-7 leikmenn hvert lið og spilaðir um 220 leikir samtals á átta keppnisvöllum í fimm íþróttahúsum.
Á sunnudeginum voru úrslitaleikir um Íslandsmeistaratitla. Valur og Stjarnan mættust í stúlknaflokki, eins og í fyrra. Valur hafði betur í fyrra, en Stjarnan vann í ár. Hjá drengjunum var sömuleiðis sama úrslitaviðureign og í fyrra þar sem Stjarnan og Breiðablik mættust. Í fyrra hafði Stjarnan betur en í ár tóku Blikar þetta.
Mótið heppnaðist vel og ekki vitað annað en að almenn ánægja hafi ríkt hjá þeim sem komu á mótið og á það jafnt við um undirbúning, skipulag, dómgæslu og raunar allt í kringum mótið.
Palli Jóh var á ferðinni með myndavélina og eru myndir frá honum komnar í albúm hér á thorsport. Smellið á myndina hér að neðan til að opna albúmið.