Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Herrakvöld Þórs fer fram í íþróttahúsinu við Síðuskóla á laugardag og venju samkvæmt verður uppboð þar sem boðnir verða upp margs konar glæsilegir hlutir.
Hér að neðan gefur að líta hluta þess sem verður á uppboðinu en um er að ræða fótboltatreyjur, listaverk og fleira í þeim dúr auk þess sem skemmtileg nýjung verður á uppboðinu í kvöld.
Boðið verður upp ferðalag sem verður að öllum líkindum ógleymanlegt fyrir þann sem það hreppir því um er að ræða utanlandsferð í heimsókn til íslenska landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar sem er um þessar mundir einn af bestu leikmönnum ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Albert hefur að undanförnu verið orðaður við nokkur af stærstu liðum Evrópu og má því segja að um óvissuferð sé að ræða þar sem ekki er enn ljóst hvar hann mun spila á næstu leiktíð. Fararstjóri í ferðinni verður enginn annar en Þórsarinn Guðmundur Benediktsson, sem er faðir Alberts.
Nánar má lesa um þetta í frétt á Akureyri.net
Höf. Ósk Norðfjörð
Höf. Ósk Norðfjörð
Höf. Hrafnkell
Genoa treyja frá Alberti Guðmundssyni
FC Twente treyja frá Alfons Sampsted
Al Arabi treyja frá Aroni Einari Gunnarssyni