Íslandsmót í aðstöðu píludeildarinnar

Það verður fjölmennt í aðstöðu píludeildar Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu um helgina þegar píluspilarar mætast á Íslandsmótinu í krikket.
 
Íslandsmótið í krikket, einni grein pílukastsins, verður haldið í aðstöðu píludeildar Þórs um helgina. Keppt er í tvímenningi á laugardag og einmenningi á sunnudag. Í tvímenningnum sem fram fer á morgun, laugardag, eru 23 lið skráð til leiks. Húsið verður opnað kl. 9 og hefst keppni kl. 10:30. Í einmenningi eru 54 keppendur skráðir til leiks, þar af 15 frá píludeild Þórs. Keppni í einmenningi fer fram á sunnudag. Spilað er í riðlum og síðan útsláttarkeppni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Húsið verður opnað kl. 9 og hefst keppni kl. 10:30. 
 

Skráðir keppendur: Einmenningur | Tvímenningur

Dregið hefur verið í riðla fyrir keppnina báða dagana - sjá hér.