Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild Þórs hefur komist að samkomulagi við Jón Jökul Hjaltason um að leika með Þórsliðinu næstu tvö árin.
Jón Jökull er 22 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem hefur leikið með ÍBV undanfarin fjögur tímabil en hann ólst að hluta upp í Danmörku og fór þar í gegnum unglingstarf danska úrvalsdeildarliðsins AGF Aarhus.
Hann hefur leikið 46 leiki í meistaraflokki hér á landi, flesta í B-deild eða 27 auk þess að hafa leikið þrjá leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Jón æfði með Þórsliðinu fyrir áramót en er nú fluttur til Akureyrar og verður klár í slaginn þegar strákarnir taka á móti Fjölni í Lengjubikarnum í Boganum á sunnudag.
Við bjóðum Jón Jökul velkominn í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni í sumar.
Áfram Þór!