KA/Þór lauk mótinu taplausar

Okkar konur í handboltanum léku sinn síðasta leik í Grill 66 deildinni í dag þegar þær tóku á móti Fram 2 í KA-heimilinu.

Leiknum lauk með yfirburðarsigri KA/Þór; 39-21 og varð þar með endanlega ljóst að liðið fer taplaust í gegnum tímabilið. Hreint magnaður árangur!

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Liðið lýkur keppni með 34 stig eftir átján umferðir; unnu sextán leiki og gerðu tvö jafntefli.

Við óskum liðinu til hamingju með frábæran árangur í vetur og hlökkum til að fylkjast að baki þess í deild þeirra bestu næsta vetur.