Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar unnu Stjörnuna í öðrum leik sínum í Lengjubikar karla í Boganum í dag með fimm mörkum gegn einu. Fimm mörk voru skoruð á síðustu 25 mínútunum.
Stjarnan mætti með mjög ungt meistaraflokkslið norður, ef svo má segja, sá elsti í leikmannahópnum fæddur 2003 og sá yngsti 2008. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleiknum, en það gerði Rafael Alexandre Romao Victor eftir rúman stundarfjórðung. Hann var svo aftur á ferðinni þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka og kom Þór í 2-0. Aðeins þremur mínútum síðar bætti Ingimar Arnar Kristjánsson við þriðja markinu, síðan Egill Orri Arnarsson því fjórða og Aron Ingi Magnússon því fimmta í uppbótartíma áður en gestirnir skoruðu sitt eina mark. Mark Egils Orra, sem fæddur er 2008, var hans fyrsta í viðurkenndum meistaraflokksleik í móti á vegum KSÍ, en þetta var hans fjórði leikur á þeim vettvangi.
Þór - Stjarnan 5-1 (1-0)
Þórsarar eru því á toppi riðils 3 í A-deild karla með sex stig, eins og KR.