Knattspyrna: Blikar stálu á elleftu stundu

Ingimar Arnar Kristjánsson í færi í seinni hálfleiknum í gær. Markvörður Breiðabliks varði skot hans…
Ingimar Arnar Kristjánsson í færi í seinni hálfleiknum í gær. Markvörður Breiðabliks varði skot hans. Mynd: Skapti Hallgrímsson - akureyri.net

Þátttöku Þórsara í A-deild Lengjubikars karla lauk í gær, á sjöundu mínútu uppbótartíma í undanúrslitaleik gegn Breiðabliki.

Þór og Breiðablik mættust í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla í Boganum í gær. Úr varð hörkuleikur þar sem Þórsarar áttu í fullu tré við Bestudeildarliðið, mikil barátta og harka, en engin mörk voru þó skoruð í rúmar 96 mínútur þó bæði lið hafi fengið til þess færi. Markalaust eftir fyrri hálfleik og eftir 90 mínútur, en á sjöundu mínútu viðbótartíma komust Blikar í góða skyndisókn sem lauk með því að Aron Bjarnason átti gott skot yfir Aron Birki í marki Þórs, sem var hársbreidd frá því að koma í veg fyrir mark. Blikar stálu því sigrinum, að segja má, og fara í úrslitaleikinn, en Þórsarar hafa lokið keppni eftir hetjulega baráttu.

Þór - Breiðablik 0-1 (0-0)

 

Næst á dagskrá hjá Þórsliðinu er leikur í 64ra liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar þar sem Þórsarar eiga heimaleik gegn KFA í Boganum sunnudaginn 14. apríl. Heimasíðunni er ekki kunnugt um dagsetningu, en mögulega er úrslitaleikur Kjarnafæðismótsins á dagskrá í millitíðinni.