Knattspyrna: Ferna og þrenna í fjörugum sigri á Þrótti

Þór/KA vann Þrótt í 12. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, 4-2. Hulda Ósk Jónsdóttir átti stoðsendinguna í öllum mörkum liðsins, Sandra María með þrennu og komin í 15 mörk.

Þór/KA mætti af mun meiri krafti í leikinn en gestgjafarnir í Laugardalnum. Þrjú mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Hulda Ósk Jónsdóttir lagði þau öll upp og Sandra María Jessen skoraði öll þrjú. Þriggja marka munur í leikhléi. Þróttarar vöknuðu betur til lífsins í seinni hálfleiknum, minnkuðu muninn í 3-1, en Hulda Ósk bætti fjórðu stoðsendingunni í safnið og lagði upp fjórða mark liðsins sem Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði. Aftur minnkuðu Þróttarar muninn, en þar við sat. Sigur í höfn og Þór/KA í 3. sætinu með fimm stiga forystu á FH sem er í 4. sæti deildarinnar. Breiðablik og Valur eru áfram á toppnum með 33 stig, sjö stigum meira en Þór/KA.

Þróttur - Þór/KA 2-4 (0-3)

Nánar á thorka.is.