Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór tekur á móti Aftureldingu í fyrsta heimaleik liðsins í Lengjudeild karla í dag og Þór/KA mætir Víkingum á útivelli í Bestu deild kvenna á sama tíma.
Leikur Þórs og Aftureldingar fer fram í Boganum og hefst kl. 16. Þetta er annar leikur liðsins í deildinni í sumar, en liðið gerði jafntefli við Þrótt á útivelli í fyrstu umferðinni. Afturelding gerði á sama tíma jafntefli við Gróttu á heimavelli.
Þór/KA hefur nú þegar spilað þrjá leiki í Bestu deildinni, unnið tvo og tapað einum og situr í 3. sætinu með sex stig. Liðið mætir Víkingi á Víkingsvelli í dag og hefst leikurinn kl. 16. Víkingar eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina, en liðið beið ósigur gegn Val í miklum markaleik að Hlíðarenda í síðustu umferð. Á sama tíma vann Þór/KA 2-1 sigur á Þrótti í Boganum.