Knattspyrna: Sandra María í hópnum fyrir Bandaríkjaferð

Nú þegar keppnistímabilinu er lokið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og yngri flokkunum taka við landsliðsverkefni. A-landsliðið fer til Bandaríkjanna og þar eigum við okkar fulltrúa, sem kemur engum á óvart.

Sandra María Jessen er í landsliðshópnum sem tilkynntur var nú í vikunni. Þorsteinn H. Halldórsson landsliðsþjálfari valdi 23 leikmenn í hópinn sem mætir bandaríska landsliðinu í æfingaleikjum í október. Leikirnir fara báðir fram á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Fyrri leikurinn verður fimmtudaginn 24. október kl. 23:30 að íslenskum tíma og sá síðari á Geodis Park í Nashville í Tennessee sunnudaginn 27. október kl. 21:30 að íslenskum tíma.

Þrjár í U15

Þá hefur Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U15 landsliðs kvenna, tilkynnt æfingahóp fyrir æfingar sem fara fram í Miðgarði í Garðabæ 14. og 15. október. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir UEFA Development Tournament sem fram fer á Englandi 20.-26. nóvember. Þar eru þrjár sem eru að koma inn í 3. flokk Þórs/KA með nýju tímabili, allar fæddar 2010, en hafa að auki allar spilað með liðum 3. flokks í sumar á sama tíma og þær voru enn löglegar með 4. flokki. Þetta eru þær Ásta Ninna Reynisdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir. Bríet Fjóla hefur sem kunnugt er einnig spilað með meistaraflokki og 2. flokki Þórs/KA og á nú þegar 15 innkomur í leiki í Bestu deildinni.