Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, 2-1. Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur nú skorað sjö mörk í þremur leikjum.
Gestirnir sóttu heldur meira í upphafi leiks, en náðu þó ekki að skapa sér nægilega góð færi til að skora. Það var hins vegar Sandra María Jessen sem skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr skyndisókn eftir sendingu frá Margréti Árnadóttur. Sandra María kom Þór/KA í 2-0 þegar hálftími var eftir af leiknum eftir góða skyndisókn sem endaði með því að Lara Ivanuša sendi á Söndru sem skoraði örugglega.
Þór/KA - Þróttur 2-1 (1-0)
Þór/KA er þar með komið með sex stig úr fyrstu þremur leikjunum. Sandra María hefur skorað öll mörk liðsins í deildinni, sjö talsins, og er á toppnum yfir markaskorara deildarinnar.
Næsti leikur Þórs/KA verður gegn Víkingum á Víkingsvelli fimmtudaginn 9. maí.