Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá sigurvegara í úrslitaleik Þórs og KA í Kjarnafæðimótinu, A-deild karla. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 2-2, en KA-menn höfðu betur í vítaspyrnukeppninni.
Þórsarar komust í 2-0 með mörkum frá Sigfúsi Fannari Gunnarssyni og Aroni Inga Magnússyni í fyrri hálfleik, verðskulduð forysta. En dæmið snérist við í þeim seinni og þá skoruðu Bjarni Aðalsteinsson og Daníel Hafsteinsson fyrir KA og jöfnuðu leikinn í 2-2. Þannig var staðan í leikslok og því útkljáð með vítaspyrnukeppni hvort félagið fengi Kjarnafæðisbikarinn. Þar hafði KA-menn betur, skoruðu úr fjórum spyrnum á móti þremur spyrnum Þórsara.
Allur ágóði af leiknum rennur venju samkvæmt til góðgerðarmála. Að þessu sinni var það Alzheimersamtökin á Akureyri sem nutu góðs af þeim aðgangseyri sem safnaðist.