Knattspyrna: Þór/KA Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki

Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki 2024: Þór/KA. 

Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson þjá…
Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki 2024: Þór/KA.

Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson þjálfari, Ásdís Fríður Gautadóttir, Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir, Ísafold Gná Ólafsdóttir, Ingibjörg Ósk Traustadóttir fyrirliði, Heiðbjört Kristín Ómarsdóttir, Linda Rós Jónsdóttir, Paolianny Mairym Aporte og Alma Sól Valdimarsdóttir þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Þóra Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Lára Atladóttir, Sigyn Elmarsdóttir, Selma Lárey Hermannsdóttir , Birta Rán Víðisdóttir, Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir og Diljá Blöndal Sigurðardóttir. Mynd: Fanney Kristinsdóttir.
- - -

Þór/KA vann Íslandsmeistaratitil í keppni B-liða í 3. flokki með sigri á FH/ÍH á útivelli á sunnudaginn. Félagið hampar þessum titli annað árið í röð og þriðja skiptið á fjórum árum.

Úrslitaleikurinn fór fram á Kaplakrikavelli á sunnudagsrmorguninn kl. 11. Þór/KA náði forystunni með marki sem Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir skoraði á 20. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. Birta Rán Víðisdóttir bætti við öðru marki á 73. mínútu, en aðeins þremur mínútum síðar minnkaði Ísabella Jórunn Mueller muninn, staðan 2-1 og þanni endaði leikurinn. Sigurinn í höfn og stelpurnar okkar Íslandsmeistarar B-liða.

FH/ÍH - Þór/KA 1-2 (0-1)

Þjálfarar 3. flokks eru þau Pétur Heiðar Kristjánsson, Jóhann Hreiðarsson, Hulda Björg Hannesdóttir, Alma Sól Valdimarsdóttir og Tanía Sól Hjartardóttir.

Sjá nánar á thorka.is.