Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA leikur í dag næstsíðasta leik sinn í efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag þegar liðið sækir Þrótt heim í Laugardalinn.
Fyrir leikinn í dag og lokaumferðina sem fer fram næstkomandi laugardag er ljóst að Valur og Breiðablik bítast um Íslandsmeistaratitilinn, Þór/KA og Víkingur berjast um 3.-4. sætið og Þróttur og FH um 5. og 6. sætið.
Fyrir leikinn í dag er Þór/KA í 3. sæti deildarinnar með 33 stig, en Þróttur í 5. sætinu með 25 stig. Liðin hafa mæst tvisvar í Bestu deildinni í sumar og hafði Þór/KA sigur í bæði skiptin, 2-1 á heimavelli og 4-2 á útivelli. Sandra María Jessen skoraði fimm af sex mörkum Þórs/KA í þessum leikjum og Hulda Ósk Jónsdóttir lagði upp fjögur þeirra, öll mörkin í 4-2 sigrinum á útivelli.
Nánar á thorka.is.