Knattspyrna: Þór/KA tekur á móti Breiðabliki í kvöld

Þór/KA tekur á móti Breiðabliki á VÍS-vellinum (Þórsvelli) í kvöld kl. 19:45 í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu.

Mögulega er leikur dagsins mikilvægasti heimaleikur liðsins á þessu tímabili því sigurliðið fer í úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar - og leikið til þrautar ef þörf er á. Það er því enn og aftur ástæða til að hvetja Akureyringa til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar, hvort sem fólk mætir í svörtu í stíl við Þór/KA eða í litum félaganna sem standa að þessu sigursælasta knattspyrnuliði bæjarins. Miðasa

Það verður ekki aðeins boðið upp á fyrirtaks fótboltaskemmtun á vellinum heldur ýmislegt í boði fyrir leik, í leikhléi og eftir leik í samstarfi stjórnar Þórs/KA og stuðningshóps í kringum liðið. Upphitunin hefst í Hamri um kl. 18:30. DJ Lilja lífgar upp á stemninguna, andlitsmálning og ís í boði. Happdrættismiði fyrir öll sem mæta, flottir vinningar dregnir út í leikhléi. Kvennakvöldsnefndin afhendir styrki og eftir leik býðst stuðningsfólki að fá myndir með leikmönnum Þórs/KA áritaðar.

Miðasala er í Stubbi-appinu og við hliðið á vellinum. Athugið að ársmiðar á leiki Þórs/KA gilda EKKI á bikarleiki.

Nánar á thorka.is.