Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Lokaleikurinn í kvennadeild Kjarnafæðimótsins var spilaður í Boganum í kvöld og voru það Þór/KA-liðin tvö sem áttust við.
Þjálfarar notuðu tækifærið og tefldu í raun fram fjórum liðum þar sem meistaraflokkshópurinn spilaði fyrri hálfleikinn, en síðan var voru 11 skiptingar í öðru liðinu og tíu í hinu áður en seinni hálfleikurinn hófst. Leikmenn í 2. flokki komu inn hjá Þór/KA og leikmenn í 3. flokki hjá Þór/KA2.
Þór/KA - Þór/KA2 2-4 (1-2)
Bæði lið höfðu unnið alla þrjá leiki sína fram að leiknum í kvöld og enda því í tveimur efstu sætunum. Það var Angela Mary Helgadóttir, fyrirliði Þórs/KA2 sem tók við bikarnum fyrir sigur í Kjarnafæðimótinu 2024.