Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar unnu sinn níunda sigur í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöld þegar þeir fengu Ármenninga í heimsókn.
Þegar gestirnir voru komnir með níu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta tóku Þórsarar við sér, minnkuðu muninn og héldu svo áfram á sömu braut í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu með 11 stiga mun og höfðu níu stiga forystu eftir fyrri hálfleikinn. Um miðjan þriðja leikhluta var munurinn orðinn 17 stig, en Ármenningar gáfust ekki upp og reyndu hvað þeir gátu að jafna. Þeim tókst þó aldrei alveg að éta upp forskotið og munurinn var áfram á bilinu 5-10 stig. Þórsarar létu það ekki trufla sig þótt þeirra besti maður, Jason Gigliotti, fengi sína fimmtu villu þegar fimm mínútur voru eftir og unnu að lokum með sjö stiga mun.
Þór - Ármann (24-26) (27-16) 51-42 (22-22) (21-23) 94-87
Þór: Jason Gigliotti 27/15/1, Harrison Butler 22/4/2, Reynir Róbertsson 21/8/5, Smári Jónsson 12/0/4, Baldur Örn Jóhannesson 11/13/6, Skírnir Hermannsson 1/1/0, Michael Walcott 0/4/1, Róbert Orri Heiðmarsson 0/2/0, Andri Már Jóhannesson 0/2/0, Hákon Hilmir Arnarsson 0/1/1.
Ármann: DeVaughn Jenkins 23/16/1, Frosti Valgarðsson 21/2/4, Anders Gabriel Patrik Adersteg 18/4/1, Laurent Zoccoletti 10/7/3, Bjarni Gunnarsson 4/4/1, Alfonso Birgir Gomez Söruson 4/1/7, Kári Kaldal 3/0/3, Ingimundur Orri Jóhannsson 2/2/3, Guðjón Hlynur Sigurðsson 2/0/0.
Tvær umferðir eru nú eftir af deildinni og Þórarar nú með jafn marga sigra og ÍA og Þróttur V.