Körfubolti: Heimaleikur gegn Þrótti Vogum í kvöld

Þórsarar taka á móti Þrótti frá Vogum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Fram undan er lokasprettur deildarkeppninnar og barátta um sæti fyrir úrslitakeppnina.

Nú fer að draga til tíðinda í deildinni, flest liðin eiga fjóra leiki eftir, en nokkur eiga fimm leiki. Deildarmeistararnir fara beint upp í Subway-deildina, en liðin í 2.-9. sæti fara í úrslitakeppni um annað laust sæti í efstu deild. Þórsarar eru ekki alveg öruggir um sæti í úrslitakeppninni, en verða þó að teljast líklegir. Með góðum lokaspretti og hagstæðum úrslitum eiga þeir líka möguleika á að hækka sig í töflunni áður en deildarkeppninni lýkur. Þórsarar hafa unnið sjö leiki, þar fyrir ofan er ÍA með átta sigra, Þróttur V. með níu og Skallagrímur með tíu.

Leikirnir sem Þór á eftir: Þróttur (h), Ármann (h), Sindri (ú), Skallagrímur (h).

 

Í kvöld

  • Mót: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - Þróttur V.
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 1. mars
  • Tími: 19:30
  • Streymi: Þór TV