Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þrátt fyrir góðan leik Þórsara í annarri viðureign þeirra og ÍR-inga í undanúrslitum eru þeir komnir í erfiða stöðu í einvíginu, 2-0 undir og verða að vinna næstu þrjá leiki til að vinna einvígið. Eftir fína frammistöðu nánast allan leikinn gengu lukkudísirnar í lið með gestunum á lokamínútunni.
Þórsarar voru fjórum stigum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 51-47, en um miðjan þriðja leikhluta náðu gestirnir forystunni, en Þórsarar gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Þeir komust nálægt því, munurinn aðeins eitt stig þegar um ein og hálf mínúta lifði leiks. Lukkudísirnar gengu þá í lið með ÍR-ingum sem skoruðu tvo mikilvæga þrista á meðan skot Þórsara vildu ekki ofan í. Fór svo á endanum, eftir að staðan var 89-90 að gestirnir skoruðu tíu síðustu stig leiksins.
Þór - ÍR (23-22) (28-25) 51-47 (22-30) (16-23) 89-100
Reynir Róbertsson 32/5/2, Jason Gigliotti 24/15/2, Harrison Butler 15/6/4, Baldur Örn Jóhannesson 7/5/3, Smári Jónsson 5/1/3, Andri Már Jóhannesson 4/4/0, Páll Nóel Hjálmarsson 2/2/0.
ÍR-ingar eru komnir í kjörstöðu, hafa unnið tvo fyrstu leiki einvígisins og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að fara áfram og senda okkar menn í sumarfrí. Þórsarar verða hins vegar að finna einhver töfraráð til að snúa viðureigninni sér í hag.