Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar bættu sigri í sarpinn í 1. deild karla í körfubolta þegar þeir mættu Sindra á Hornafirði í kvöld.
Þórsarar höfðu yfirhöndina allan leikinn, unnu fyrstu þrjá leikhlutana, en heimamenn klóruðu í bakkann í þeim fjórða. Tólf stigum munaði eftir fyrsta leikhluta og 15 eftir fyrri hálfleikinn. Þórsarar bættu einu stigi við forystuna í þriðja leikhluta, en heimamenn minnkuðu muninn niður í níu stig áður en yfir lauk.
Sindri - Þór (20-32) (19-22) 39-54 (26-27) (24-17) 89-98
Þór og Þróttur úr Vogum hafa bæði unnið tíu leiki, en Þróttarar eru með betri árangur í innbyrðis leikjum liðanna og eru því í 6. sæti eftir sigur á Snæfelli í kvöld. Þróttarar eiga líka leik til góða, en þeir mæta KR á mánudag. Þróttarar eiga síðan útileik gegn Fjölni í lokaumferðinni á meðan Þórsarar taka á móti Skallagrími. Lokaumferðin fer fram mánudaginn 25. mars. Með sigri á Skallagrími gætu Þórsarar farið upp í 5. sæti deildarinnar, ef Þróttarar vinna ekki Fjölni og/eða KR.
Jason Gigliotti 26/11/5, Harrison Butler 21/5/2, Reynir Róbertsson 16/5/5, Baldur Örn Jóhannesson 15/5/4, Smári Jónsson 10/1/1, Andri Már Jóhannesson 6/0/1, Páll Nóel Hjálmarsson 3/2/0, Sigurjón Guðgeirsson Hjarðar 1/0/0.