Körfubolti: Sjötti sigurinn í röð og Þór í fimmta sætið

Harrison Butler fór úr núll í 28 stig á 32 mínútum gegn Skallagrími. Mynd: Páll Jóhannesson.
Harrison Butler fór úr núll í 28 stig á 32 mínútum gegn Skallagrími. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórarar unnu Skallagrím í lokaumferð 1. deildar karla í kvöld, færðu sig upp um tvö sæti í deildinni og komu sér í betri stöðu fyrir úrslitakeppnina. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Heimavallarrétturinn er Þórsara í átta liða úrslitum þar sem þeir mæta einmitt sama andstæðingi og í kvöld, Skallagrími úr Borgarnesi. 

Leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann, en að vísu sveiflukenndur. Þórsarar náðu tíu stiga forskoti í öðrum leikhluta, en gestirnir náðu sex stiga forystu rétt þegar fyrri hálfleik var að ljúka. Þeir bættu svo aðeins í þegar leið á þriðja leikhluta og voru komnir tíu stigum yfir, en fjórði leikhlutinn var eign Þórsara, unnu hann með 15 stiga mun og leikinn með sjö stigum.

Harrison Butler var öflugur í liði Þórs, skotaði 28 stig og tók 11 fráköst. Reynir Róbertsson skoraði 16, Baldur Örn Jóhannesson og Jason Gigliotti 12 stig. Óvenju fá stig sem Jason skoraði í kvöld, en hann tók auðvitað sinn skammt af fráköstum, 15.

Þór - Skallagrímur (23-20) (19-25) 42-45 (21-26) (23-8) 86-79

Stig/fráköst/stoðsendingar

Þór: Harrison Butler 28/8/1, Reynir Róbertsson 16/9/3, Jason Gigliotti 12/15/3, Baldur Örn Jóhannesson 12/7/4, Páll Nóel Hjálmarsson 7/1/1, Smári Jónsson 5/6/4, Andri Már Jóhannesson 3/1/1, Hákon Hilmir Arnarsson 3/1/1, Michael Walcott 0/3/1.

Skallagrímur: Darius Banks 23/8/3, Magnús Engill Valgeirsson 19/6/1, Nicolas Elame 17/8/2, Marinó Pálmason 12/3/4, Ragnar Magni Sigurjónsson 6/2/1, Orri Jónsson 2/3/4, Eiríkur Jónsson 0/2/2.

Myndræn útgáfa af nokkrum tölfræðiþáttum - smellið á myndina til að skoða ítarlega tölfræði leiksins. 

Úrslitakeppni átta liða um eitt sæti í Subway 

Fyrirkomulag deildarinnar var þannig að spiluð var tvöföld umferð 12 liða, efsta liðið fer beint upp (KR) og liðin í 2.-9. sæti fara í hefðbundna útsláttarkeppni um hitt lausa sætið í Subway-deildinni. Með sigrinum í kvöld komu Þórsarar sér í betri stöðu fyrir úrslitakeppnina, mæta Skallagrími og hefja leik á heimavelli í vikunni eftir páska. Það þýðir einnig að komi til oddaleiks verður hann í Höllinni á Akureyri. Vinna þarf þrjá leiki til að slá út andstæðinginn og halda áfram í næstu umferð. 

1. umferð úrslitakeppni

  • ÍR - Selfoss
  • Fjölnir - ÍA
  • Sindri - Þróttur V.
  • Þór - Skallagrímur

Undanúrslit:

  • ÍR/Selfoss - Þór/Skallagrimur
  • Fjölnir/ÍA - Sindri/Þróttur


Smellið á myndina til að opna myndaalbúm. Þórsarar eru á leið í úrslitakeppni átta liða í 1. deild um sæti í Subway-deildinni í haust. Aftari röð frá vinstri: Ivica Petric aðstoðarþjálfari, Sigurjón Trausti Guðgeirsson Hjarðar, Jason Gigliotti, Baldur Örn Jóhannesson, Róbert Orri Heiðmarsson, Harrison Butler, Andri Már Jóhannesson og Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Michael Walcott, Smári Jónsson, Hákon Hilmir Arnarsson, Páll Nóel Hjálmarsson, Reynir Róbertsson og Skírnir Hermannsson. Mynd: Páll Jóhannesson.