Körfubolti: Sveiflukennt á Suðurlandinu

Þórsarar máttu sætta sig við fimm stiga tap gegn Selfyssingum í 1. deild karla í körfubolta í dag. Með góða forystu í þriðja leikhluta hrökk allt í baklás og heimamenn skoruðu 19 stig gegn tveimur á um fimm mínútum. 

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt tíu stiga forskoti, en Þórsarar átu það upp og gott betur áður en fyrsta leikhluta lauk, fimmtán stiga sveifla og fimm stiga forysta okkar manna eftir fyrsta fjórðung. Aftur komu heimamenn af krafti inn í annan leikhluta og voru komnir þremur stigum yfir, en aftur náðu Þórsarar yfirhöndinni, leiddu með átta stigum eftir fyrri hálfleikinn.

Þórsarar hófu svo seinni hálfleikinn á því að bæta í forskotið, voru komnir með 13 stiga forskot, en þá kom sautján stiga sveifla. Næstu fimm mítúturnar skoruðu Selfyssingar 19 stig gegn tveimur, breyttu stöðunni úr 41-54 í 60-56 og voru komnir með sex stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Þessu forskoti náðu þeir að halda nokkurn veginn lengst af fjórða leikhluta, en Þórsarar minnkuðu þó muninn í tvö stig með körfu Smára Jónssonar þegar ein mínúta var eftir. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar unnu á endanum fimm stiga sigur.

Selfoss - Þór (20-25) (21-24) 41-49 (28-14) (20-21) 89-84

Stig/fráköst/stoðsendingar

Selfoss: Tykei Greene 34/6/1, Birkir Hrafn Eyþórsson 23/7/2, Vojtěch Novák 11/8/7, Isar Jonasson 11/3/7, Svavar Ingi Stefánsson 6/0/1, Ebrima Jassey Demba 2/10/5, Arnór Eyþórsson 2/2/1, 

Þór: Reynir Róbertsson 28/6/4, Jason Gigliotti 21/11/1, Harrison Butler 19/9/6, Smári Jónsson 8/0/0, Páll Nóel Hjálmarsson 6/1/1, Veigar Svavarsson 2/2/0, Orri Svavarsson 0/2/2, Sigurjón Guðgeirsson Hjarðar 0/2/0.

Á leikskýrslu dagsins má sjá tvö ný nöfn í Þórsliðinu, en þar eru á ferðinni tvíburar sem fengnir voru að láni úr Skagafirðinum, Orri og Vignir Svavarssynir.

Næst

  • Mót: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - ÍR
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 9. febrúar
  • Tími: 19:15