Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í kvöld er loksins aftur komið að leik hjá stelpunum okkar í körfuboltanum, eftir tveggja vikna hlé. Í kvöld kemur lið Snæfells úr Stykkishólmi í Höllina. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Þórsliðið missti 6. sætið í hendur Íslandsmeistara Vals með tapi á Hlíðarenda í síðustu umferð. Valur hefur unnið níu leiki og er í efsta sæti B-hluta Subway-deildarinnar (6. sæti í heildina), en Þór hefur unnið átta leiki og er sætinu neðar. Bæði lið eiga eftir að leika þrjá leiki. Þór á eftir heimaleikinn gegn Snæfelli í kvöld, síðan útileik gegn Fjölni eftir bikarhelgina og þá heimaleik gegn Val í lokaumferð deildarkeppninnar. Það er því enn ágætis von að hafa aftur sætaskipti við Val. Miðað við stöðuna í efri hlutanum er nánast öruggt að þessi lið mæta Grindavík og Njarðvík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins, bara spurning hvor fær hvað.
Leikurinn í kvöld er sá síðasti hjá liðinu í deildinni fyrir undanúrslitaleikinn í VÍS-bikarkeppninni. Það væri því vel til fundið að fjölmenna í Höllina til að styðja stelpurnar og senda þær með aukaorku og sjálfstraust í leikinn gegn Grindavík í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 20. mars.