Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fótboltasumarið er farið af stað hjá meistaraflokki karla en það hófst formlega þegar Þórsarar lögðu KFA að velli í 2.umferð Mjólkurbikarsins síðastliðinn sunnudag.
Næstkomandi fimmtudag, 18.apríl, er komið að árlegri leikmannakynningu þar sem Þórsurum gefst kostur á að fá allar helstu upplýsingar um hvernig liðið okkar er skipað í ár.
Boðið verður upp á veglegar veitingar um leið og þjálfarateymi meistaraflokks karla kynnir leikmannahópinn og sitja svo fyrir svörum við spurningum stuðningsmanna.
Skráning á viðburðinn fer fram með því að smella hér
Við hvetjum áhugasama til að drífa í skráningu því 90 sæti eru í boði og fer skráning hratt af stað.
Keppni í Lengjudeild karla hefst föstudaginn 3.maí næstkomandi þegar okkar strákar heimsækja Þróttara í Laugardalinn en áður en að þeim leik kemur eiga strákarnir leik við Gróttu í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fimmtudaginn 25.apríl næstkomandi.