Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fjórða umferð Lengjudeildarinnar verður spiluð í kvöld, en þá fara fram sex leikir í deildinni. Leikur Þórs og Fjölnis fer fram í Egilshöllinni.
Eftir tvo sigra í röð gegn Leikni, fyrst í Mjólkurbikarnum og síðan Lengjudeildinni er komið að útileik hjá Þórsurum í deildinni. Þeir mæta liði Fjölnis í kvöld kl. 18:30 og fer leikurinn fram í Egilshöllinni.
Leikir 4. umferðar í Lengjudeildinni:
Kl. 18:00: Vestri - Grindavík
Kl. 18:30: Fjölnir - Þór
Kl. 19:15: Ægir - Selfoss
Kl. 19:15: Njarðvík - Þróttur
Kl. 19:15: Grótta - Afturelding
Kl. 19:15: Leiknir - ÍA
Þórsarar hafa 18 sinnum mætt Fjölni í næstefstu deild Íslandsmótsins, í fyrsta skipti 2004. Fjölnir hefur oftar haft betur, unnið níu viðureignir, fimm sinnum hefur orðið jafntefli og fjórum sinnum hafa Þórsarar sigrað. Báðir leikir liðanna í fyrra enduðu með 4-1 sigri Fjölnis.
Þórsarar hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og sitja í fjórða sæti eftir þrjár umferðir, stigi á eftir þremur liðum sem eru jöfn á toppnum með sjö stig, en þeirra á meðal er Fjölnir.