Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar styrkti Þór um samtals 1 milljón króna

Nói Björnsson, formaður Þórs tók við styrk til aðalstjórnar úr hendi Hermanns Helga Rúnarssonar, yng…
Nói Björnsson, formaður Þórs tók við styrk til aðalstjórnar úr hendi Hermanns Helga Rúnarssonar, yngri bróður Baldvins. Linda Guðmundsdóttir, íþróttafulltrúi Þórs tók við styrk fyrir verkefnið Allir með, úr hendi Ingólfs Árnasonar, stjórnarmanns í Minningarsjóðnum. Mynd: Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Í gærmorgun var úthlutað úr Minningasjóði Baldvins Rúnarssonar sem lést langt um aldur fram, einungis 25 ára, í maí árið 2019 af völdum krabbameins. Baldvin var mikill Þórsari, æfði með yngri flokkum í fótbolta upp alla flokka og þjálfaði síðar meir yngri flokka félagsins. 

Síðan Baldvin lést hefur minningarsjóður þessa mæta drengs styrkt verkefni sem honum voru hugleikin og heldur íþróttafélagið Þór áfram að njóta góðs af styrkjum úr sjóðnum. Að þessu sinni styrkti sjóðurinn félagið um 500.000 kr til að koma af stað verkefninu ,,Allir með" sem er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF sem miðar að því að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nærumhverfi. Einnig styrkti sjóðurinn aðalstjórn Þórs um 500.000 kr upp í kaup á búnaði sem notaður verður til að efla umgjörð á heimaleikjum og viðburðum á vegum félagsins.

Styrkirnir voru afhentir við stutta athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs, í gærmorgun þar sem var greint frá því að með styrkveitingunum í dag hefur nú verið úthlutað rúmum 13 milljónum króna frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum.

Íþróttafélagið Þór þakkar ómetanlegan stuðning frá Minningarsjóðnum í nafni þessa frábæra drengs sem Baldvin Rúnarsson var. Minningin lifir.

Gæti verið mynd af 8 manns og texti