Öruggur sigur gegn Grindavík

Frábær leikur hjá okkar konum í dag.
Frábær leikur hjá okkar konum í dag.

Þór vann öruggan sigur á Grindavík í Bónusdeildinni í körfubolta í dag á heimavelli Grindvíkinga í Smáranum í Kópavogi.

Okkar konur mættu virkilega ákveðnar til leiks og má segja að þær hafi lagt grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 9-26, Þór í vil.

Fór að lokum svo að Þór vann öruggan tuttugu stiga sigur, 64-84.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum

Umfjöllun Akureyri.net 

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Keflavík þann 8.janúar næstkomandi klukkan 19:15.