Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tvö frá píludeild Þórs hafa verið valin sem varamenn fyrir landslið Íslands í pílukasti sem spilar á Norðurlandamóti WDF. Mótið fer fram á Íslandi 23.-25. maí.
Pétur Rúðrik Guðmundsson er landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti. Sjö manns frá píludeild Þórs tóku þátt í úrtaksæfingum fyrir landsliðsvalið. Pétur hefur nú valið átta karla og fjórar konur fyrir Norðurlandamótið. Segja má að Þórsarar nálgist landsliðið því þó félagið eigi ekki fulltrúa í landsliðinu voru þau Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Valþór Atli Birgisson valin sem varamenn í landsliðið fyrir þetta mót.
Í stuttum pistli á Facebook-síðu píludeildarinnar segir meðal annars: „Það gleður okkur að segja frá því að Valþór Atli og Kolbrún Gígja voru valin varamenn fyrir landslið Íslands í pílukasti. Gríðarlega flott viðurkenning á dugnað þeirra tveggja síðustu misseri. Þetta sýnir að við erum á góðri leið!“
Landsliðshópurinn sem nú hefur verið valinn æfir áfram eftir Norðurlandamótið og keppir um fjögur sæti karla og fjögur sæti kvenna á Evrópumóti WDF sem haldið verður í Slóvakíu í haust, en nýr úrtakshópur verður svo valinn eftir það mótt til að taka þátt í verkefnum á næsta ári.