Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Píludeild Þórs heldur meistaramót sitt í 501 í aðstöðu deildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu. Mótinu lýkur með stæl þegar spiluð verða átta manna úrslit, undanúrslit og úrslitaleikir karla og kvenna frá kl. 20 um kvöldið.
Aðeins félagar í píludeild Þórs eru gjaldgengir í meistaramótið og greiða þeir ekkert þátttökugjald, en skráning stendur yfir til kl. 18 á föstudag - sjá hér. Píludeildin ætlar að gera mótið veglegra en áður hefur verið gert og þegar 16 manna úrslitum í karlaflokki og undanúrslitum í kvennaflokki er lokið verður gert hlé, en keppni hefst síðan aftur kl. 20 þar sem stemningin verður keyrð upp með ljósasýningu, inngöngulögum keppenda og stóru tjaldi þar sem sýnt verður beint frá leikjum.
Riðlakeppni hefst kl. 10:30 á laugardag, en hápunktur mótsins verður á laugardagskvöldið. Frítt er inn á úrslitakvöldið og húsið opnað kl. 19, en keppni í átta manna úrslitum hefjast kl. 20. Boðið er upp á happdrætti þar sem miðinn kostar 1.000 krónur og getur heppinn vinningshafi farið heim með Scolia Home Flex.