Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Úrslitin ráðast í VAMOS mótaröð píludeildar Þórs í kvöld. Eftir standa 16 karlar og 4 konur sem keppa um hinn tignarlega Vamos bikar ásamt öðrum verðlaunum í aðstöðu píludeildar Þórs í kvöld.
Vamos mótaröðin hófst 19. september síðastliðin og söfnuðu keppendur sér inn stigum eftir árangri á hverju kvöldi. Í heildina voru kvöldin sex og besti árangur í fjórum mótum taldi til stiga.
Frábær þátttaka var í mótaröðina en í heildina mættu ríflega 50 keppendur að minnsta kosti á eitt keppniskvöld og að meðaltali um 40 keppendur á hverju kvöldi.
Nú standa eftir 16 stigahæstu karlarnir og 4 stigahæstu konurnar og keppa í beinum útslætti í kvöld.
Í 16 manna úrslitum verður spilað best of 7 (vinna 4 leggi), í 8 manna úrslitum og undanúrslitum verður spilað best of 9 (vinna 5 leggi) og í úrslitum verður spilað best of 11 (vinna 6 leggi). Keppni hefst kl 19:30 og hvetjum við áhugafólk um pílukast að kíkja í aðstöðuna og horfa. Fyrir þá sem komast ekki verða tvö spjöld í streymi allt kvöldið í samstarfi við Live Darts Iceland.
Í karlaflokki raðast útslátturinn svona (talan í sviganum segir til um sæti viðkomandi í mótaröðinni):
Ágúst Örn Vilbergsson (1) vs Maron Björgvinsson (16)
Jón Örn Pálsson (8) vs Axel Wright (9)
Friðrik Gunnarsson (4) vs Steinþór Már (13)
Aðalsteinn Helgason (5) vs Óskar Jónasson (12)
Viðar Valdimarsson (2) vs Jason Wright (15)
Davíð Örn Oddsson (7) vs Valur (10)
Valþór Atli (3) vs Garðar Gísli
Sigurður Fannar (6) vs Sigurður Þórisson (11)
Í kvennaflokki raðast útslátturinn svona (talan í sviganum segir til um sæti viðkomandi í mótaröðinni):
Dóra Óskarsdóttir (1) vs Ólöf Heiða (4)
Kolbrún Gígja (2) vs Sunna Valdimarsdóttir (3)
Spilað verður á Dartconnect og hægt verður að fylgjast með úrlitum allra leikja og tölfræði þar. Hér er slóðin á mótið: