Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sunna Valdimarsdóttir og Viðar Valdimarsson eru félagsmeistarar Þórs í 501 í pílukasti. Viðar sigraði Valþór Atla Birgisson í úrslitaleiknum í karlaflokki, en Sunna sigraði Ólöfu Heiðu Óskarsdóttur í úrslitaleik kvennaflokksins.
Níu keppendur voru í kvennaflokki, skipt í tvo riðla og fóru átta áfram í útsláttarkeppni. Sunna sigraði Kolbrúnu Gígju Einarsdóttur í átta manna úrslitum, 4-2, og Freyju Björk Kristinsdóttur 4-3 í undanúrslitum. Ólöf Heiða vann Hrefnu Sævarsdóttur, 4-0, í átta manna úrslitum og svo Dóru Valgerði Óskarsdóttur, einnig 4-0, í undanúrslitum. Sunna vann Ólöfu Heiðu síðan 5-4 í jöfnum og spennandi úrslitaleik.
Úrslitaleikur Sunnu og Ólafar Heiðu:
Keppendur í karlaflokki voru 42 og spiluðu í átta riðlum. Fjórir efstu í hverjum riðli fóru áfram í 32ja manna úrslit. Viðar Valdimarsson stóð uppi sem félagsmeistari í 501 í karlaflokki eftir 6-4 sigur á Valþóri Atla Birgissyni í úrslitaleiknum. Viðar sigraði Daða Guðvarðarson, 4-0, í 32ja manna úrslitum, síðan Friðrik Gunnarsson 5-3 í 16 manna úrslitum, Vigfús Hjaltalín 5-0 í átta manna úrslitum og Róbert Loga Ottesen 5-0 í undanúrslitum. Valþór Atli hafði áður unnið 4-1 sigur á Einari Ragnari Haraldssyni í 32ja manna úrslitum, síðan 5-1 gegn Edgars Kede Kedza í 16 manna og vann Hjört Geir Heimisson 5-3 í átta manna úrslitum. Hann vann svo Ágúst Svan Aðalsteinsson, 5-1, í undanúrslitum.
Hjörtur Geir Heimisson skoraði 180 í undanúrslitaleiknum. Hann átti 189 eftir og þegar hann hafði sett tvær pílur í þrefaldan 60 stóðst hann ekki mátið að reyna við 180 þó svo það þýddi að hann ætti níu eftir og væri þar með ekki með möguleika á útskoti í einni pílu.
Úrslitaleikur Viðars og Valþórs Atla:
Píludeildin útbjó flotta umgjörð um úrslitaleikina, eða eins og stærð aðstöðunnar í Laugargötunni leyfði. Leikir frá átta manna úrslitum karla og úrslitaleikur kvenna fóru fram á laugardagskvöldið með ljósasýningu, inngöngulögum og alvöru stemningu.