Sandra María valin í A-landsliðið

49 A-landsleikir.
49 A-landsleikir.

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hóp sem mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild UEFA.

Í hópnum er einn leikmaður úr Þór/KA; Sandra María Jessen sem hefur leikið 49 A-landsleiki og skorað í þeim 6 mörk.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli í Laugardal. Ísland mætir Noregi föstudaginn 4. apríl kl. 16:45 og Sviss þriðjudaginn 8. apríl kl. 16:45. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland er með eitt stig eftir tvo leiki. Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss og tapaði svo 2-3 gegn Frakklandi í febrúar. Báðir leikirnir fóru fram ytra. Sviss er einnig með eitt stig, en Noregur er með þrjú.

Við óskum Söndru til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.