Sex úr Þór/KA í æfingahópum U15 og U16

Aldís Ylfa Heimisdóttir landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið leikmannahóp til æfinga dagana 18. og 19.mars 2025. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ.

Í hópnum eru þrír leikmenn úr Þór/KA; þær Hafdís Nína Elmarsdóttir, Júlía Karen Magnúsdóttir og Karen Hulda Hrafnsdóttir.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 18.-19. mars. Æfingarnar fara einnig fram í Miðgarði.

Í hópnum eru þrír leikmenn úr Þór/KA; þær Ásta Ninna Reynisdóttir, Sigyn Elmarsdóttir og Halldóra Ósk Gunnlaugsd. Briem.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.