Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA sigraði Stjörnuna í Garðabænum í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í gær með marki Söndru Maríu Jessen. Næsti leikur verður mánudaginn 1. maí á KA-vellinum.
Bæði lið fengu ágætis færi strax í upphafi leiks, en boltinn fór í þverslána hjá báðum liðum með rúmlega mínútu millibili. Það var svo á 27. mínútu sem Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins með skalla eftir flotta fyrirgjöf frá Huldu Ósk Jónsdóttur. Þór/KA hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en leikmenn Stjörnunnar sóttu dálítið í sig veðrið í þeim seinni, án þess þó að skapa hættuleg færi, nema á fyrstu mínútu hálfleiksins, en þá varði Melissa Lowder vel í marki Þórs/KA.
Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Þór/KA-liðið eru 20 af 24 í æfingahópi meistaraflokks uppaldar hjá Þór eða KA. Tvær af þeim spiluðu í gær sínar fyrstu mínútur í efstu deild, þær Amalía Árnadóttir (2006) og Karlotta Björk Andradóttir (2007).
Nánar er fjallað um leikinn á thorka.is: