Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason voru í 21 manna leikmannahópi U15 sem valinn var til að mæta Ungverjum í tveimur æfingaleikjum á Selfossi í vikunni.
Auk þess æfði íslenski hópurinn á Laugardalsvelli og undirbjó sig fyrir leikina undir stjórn Þórhalls Siggeirssonar, landsliðsþjálfara U15.
Fyrri leikur liðanna, á miðvikudag, lauk með 2-1 sigri Íslands þar sem Egill Orri lagði upp fyrra mark Íslands í leiknum. Egill var í byrjunarliði ásamt Ásbirni og Sverri og Einar kom inn af varamannabekknum í síðari hálfleik.
Síðari leikur liðanna, á föstudag, fór 0-2 fyrir Ungverjum þar sem Sigurður, Ásbjörn, Egill og Einar voru í byrjunarliði Íslands en Sverrir kom inn af bekknum í hálfleik. Egill Orri bar fyrirliðaband íslenska liðsins hluta leiksins.
Ásbjörn og Sigurður voru að leika sína fyrstu landsleiki en Egill, Einar og Sverrir tóku allir þátt í UEFA Development móti með U15 á síðasta ári. Þá hefur Egill einnig tekið þátt í verkefnum með árgangi 2007 og hefur nú leikið alls 11 landsleiki fyrir U15, U16 og U17.
Strákarnir snúa nú aftur í Þorpið og klára tímabilið með liðum sínum en þeir eru allir á yngra ári í 3.flokki og hafa leikið ýmist með 2. og 3.flokki Þórs í sumar. Töluvert er eftir af Íslandsmótinu hjá 2. og 3.flokki en næsti leikur 3.flokks er á morgun, sunnudaginn 3.september, í Boganum klukkan 13:00 þar sem Keflvíkingar koma í heimsókn.