Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sumaræfingatafla yngri flokka Þórs í fótbolta tekur gildi fimmtudaginn 8.júní.
Æfingatafla sumarsins og fleiri hagnýtar upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
Mjög mikilvægt er að aðstandendur gangi frá skráningu á Sportabler en Sportabler er sérstakt samskiptaforrit sem þjálfarar nýta til að miðla öllum upplýsingum um æfingar, breytingar á æfingatímum og allt annað sem tengist starfinu.
Smelltu hér til að fá upplýsingar um Sportabler og skráningu í fótbolta.
Tækniæfingar
Auk hefðbundinna æfinga verða tækniæfingar í boði fyrir 4.-6.flokk. Um er að ræða 45 mínútna æfingar sem miða að því að bæta tækni einstaklings. Verða æfingarnar á milli klukkan 14 og 16 virka daga og þarf að skrá sig sérstaklega á þessar æfingar. Skráning verður sýnileg á Sportabler í aðdraganda þeirra en tækniæfingar hefjast í vikunni 19.-23.júní.
Markmannsæfingar
Markmannsæfingar verða í boði fyrir þá iðkendur sem hafa tekið ákvörðun um að spila sem markmenn og eru þær æfingar aðeins fyrir markverði í 5.flokki og eldri. Þeir iðkendur ættu að hafa fengið upplýsingar varðandi markmannsæfingar sendar til sín á Sportabler. Einnig verða af og til markmannsæfingar fyrir yngri iðkendur og verða þær þá inn á æfingum 6. og 7.flokks.
Hvar er æft?
Líkt og undanfarin sumur munu yngri flokkarnir að mestu notast við Lundinn, Ásinn og Skansinn til æfinga en ljóst er að yngri flokkar munu þurfa að nýta Bogann að einhverju leyti í allt sumar. Sportabler er alltaf uppfært með því hvaða svæði hvaða flokkur æfir á hvern dag.