Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tækniskóli Þórs og Þórs/KA 2024 fer fram dagana 25-27.mars næstkomandi.
Þjálfarateymi meistaraflokksliðanna okkar munu sjá um skólann ásamt leikmönnum meistaraflokks og því kjörið tækifæri fyrir iðkendur í 4-7.flokki (1-8.bekkur) að æfa undir leiðsögn okkar færustu þjálfara. Einnig munu leikmenn meistaraflokkanna koma að þjálfun á þessum æfingum þar sem áhersla verður á tækniæfingar.
Meistaraflokkur Þórs sér um strákahópinn og meistaraflokkur Þórs/KA um stelpuhópinn.
Tækniskóli fyrir 4-5.flokk verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag en mánudag og þriðjudag hjá 6-7.flokki. Æfingarnar eru 90 mínútur en auk æfinganna verður fyrirlestur í boði fyrir eldri hópinn á miðvikudeginum.
Æfingar munu fara fram fyrri part dags (Milli klukkan 10 og 14) en nákvæm tímasetning verður gefin út um leið og fjöldi skráninga liggur fyrir.
Gjald í skólann er 10.500 kr. fyrir 4-5.flokk og 5.500 kr. fyrir 6-7.flokk.
Skráning í skólann fer fram í gegnum Sportabler með því að smella hér. Velja réttan aldur og hóp.
Skráningarfrestur til 20.mars.