Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Okkar konur í körfuboltanum hafna í 4.sæti Bónusdeildarinnar og framundan er úrslitakeppni en liðið beið lægri hlut fyrir Keflavík í lokaumferð deildarinnar þegar liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld.
Ljóst var að sigurvegari leiksins í kvöld myndi ná þriðja sætinu og lengstum var útlit fyrir að Þór myndi vinna sigur en okkar konur leiddu leikinn stærstan hluta leiksins.
Gestirnir úr Keflavík gáfust hins vegar aldrei upp og náðu að knýja fram sigur á lokakafla leiksins. Lokatölur 88-90.
Smelltu hér til að skoða tölfræði úr leiknum.
Úrslit kvöldsins þýða að okkar konur mæta Val í 8-liða úrslitum.
Myndir úr leiknum: Palli Jóh. Smellið á myndina til að opna albúmið.