Tap í fyrsta leik í úrslitakeppni

Okkar menn í körfuboltanum biðu lægri hlut fyrir Fjölni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni 1.deildarinnar en liðin áttust við í Reykjavík í kvöld.

Leiknum lauk með 32 stiga sigri heimamanna, 100-68, í leik þar sem Fjölnir hafði yfirhöndina frá upphafi til enda.

Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.

Næsti leikur í einvíginu fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri mánudaginn 31.mars næstkomandi.