Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA þurfti að sjá af toppsæti Bestu deildarinnar eftir ósigur gegn Þrótti í Laugardalnum í gær. Löglegt mark tekið af liðinu og sigurmark Þróttara í uppbótartíma gera tapið bæði sárt og ósanngjarnt. Borgar sig að mótmæla? Áhugafólk spyr sig þessarar spurningar í dag.
Þór/KA byrjaði leikinn ekkert sérlega vel, vantaði einhvern kraft í leikinn fyrsta hálftímann, en stelpurnar unnu sig smátt og smátt inn í leikinn og sóttu í sig veðrið. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn, en samt ekki. Allt bendir til þess að aðstoðardómari hafi skipt um skoðun eftir mótmæli Þróttara eftir að Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði á 23. mínútu, mark sem erfitt er að sjá annað en að hafi verið löglegt - og meira að segja laglegt líka. Staðan var enn 0-0 þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka og bæði lið búin að fá færi til að komast yfir, en síðan komu þrjú mörk á tæplega stundarfjórðungi.
Þór/KA er með níu stig eftir fimm leiki, stigi á eftir Val og Þrótti. Tveir leikir eru enn eftir í fimmtu umferðinni.
Næsti leikur liðsins verður á laugardag, 27. maí, í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar, en þá mæta stelpurnar liði Keflavíkur í Keflavík.