Þór hafði betur í toppslagnum

Okkar menn í handboltanum unnu góðan sigur á Víkingi í Höllinni í dag þegar liðin áttust við í toppbaráttuslag í Grill 66 deildinni.

Víkingur er eina liðið sem hefur unnið Þór í vetur en það var í fyrsta leik deildarinnar í haust. Okkar menn mættu í hefndarhug í dag og höfðu að lokum afar öruggan sex marka sigur, 32-26.

Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.

Þór á einn leik eftir fyrir langt jólafrí en strákarnir heimsækja Val 2 um næstu helgi.