Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Samstarfið endurspeglar sameiginlega sýn beggja aðila um mikilvægi heildrænnar nálgunar á vellinum og utan hans. Leikmenn meistaraflokks Þórs nýta verkfæri og lausnir LifeTrack til að efla sig sem einstaklingar og lið á komandi tímabili.
„Við viljum styðja leikmenn Þórs í að ná sínum besta árangri með góðri næringu, skýrri markmiðasetningu og jákvæðu hugarfari. Okkar helsta markmið er að kenna leikmönnum Þórs að næra sig í takt við mikið æfingaálag sem og fyrir og eftir æfingar og leiki. Það er mjög mikilvægt að borða nóg enda er fylgni á milli þreytu, álagsmeiðsla og jafnvel ofþjálfunar og þess að borða ekki nóg. Afreksíþróttafólk á það til að setja mikinn fókus á æfingar en lítinn í næringu, svefn og jákvætt hugarfar,“ segir Ingi Torfi.
Tæknin styður við liðsárangur
LifeTrack setti nýverið í loftið heilsuapp sem meðal annars aðstoðar fólk við mataræði, hreyfingu og hugarfar.
LifeTrack hefur verið í samstarfi við Thelmu Rún Rúnarsdóttur næringarfræðing sem hefur m.a. sérhæft sig í næringu íþróttafólks.
„Að fá LifeTrack inn í okkar starf mun styrkja mikilvæga þætti frammistöðu leikmanna, bæði líkamlega og andlega. Næring og rétt hugarfar skipta sköpum og með þessu samstarfi bindum við miklar vonir við bætingar á komandi tímabili,“ segir Sigurður Höskuldsson, þjálfari meistaraflokks Þórs.