Þór/KA: Búið að draga í happdrættinu - vinningaskrá

Dregið hefur verið í happdrætti meistaraflokks Þórs/KA. Alls voru 35 vinningar í boði, en einnig bættist við aukavinningur, Airpods 4 frá Vodafone, sem dreginn var út sérstaklega. Það voru því 36 númer sem dregin voru út.

Dreifing vinninga hefst í dag eða á morgun, en við höfum þann háttinn á að þær sem seldu miðana sem vinningarnir komu á munu sjálfar sjá um að koma vinningunum til vinningshafa á næstu dögum.

Bestu þakkir til allra sem studdu okkur í þessu happdrætti, bæði til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem gáfu vinninga sem og til ykkar allra sem keyptuð miða af stelpunum. Þessi stuðningur er virkilega vel metinn og skiptir okkur verulegu máli.

Ef smellt er á myndirnar opnast pdf-skjal með allri vinningaskránni í einu skjali.