Þórsarar Íslandsmeistarar í 3.flokki karla

Íslandsmeistarar 3.flokks karla
Íslandsmeistarar 3.flokks karla

Þórsarar eru Íslandsmeistarar í 3.flokki karla í fótbolta eftir öruggan 2-5 sigur á ÍA á Akranesvelli í dag.

Um var að ræða lokaleikinn í deildinni hjá liðunum en fyrir leikinn átti ÍA möguleika á að jafna okkar menn að stigum. Það kom aldrei til greina í huga okkar drengja sem unnu öruggan sigur.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í riðlinum.

Strákarnir hafa átt mjög góðu gengi að fagna í allt sumar og óhætt að segja að Íslandmeistaratitillinn sé verðskuldaður en um er að ræða sérstaklega glæsilegan árangur í ljósi þess að tveir liðsmenn úr hópnum voru seldir til danska meistaraliðsins Midtjylland um mitt sumar; þeir Sigurður Jökull Ingvason og Egill Orri Arnarsson. Að auki hafa leikmenn úr 3.flokki verið viðloðandi meistaraflokk Þórs og tveir þeirra spilað sínu fyrstu meistaraflokksleiki í sumar.

3.flokkur fór einnig alla leið í bikarúrslit en töpuðu þar í úrslitaleik.

Þjálfarar 3.flokks eru Steinar Logi Rúnarsson, Ármann Pétur Ævarsson, Aðalgeir Axelsson og Aron Birkir Stefánsson markmannsþjálfari.

Við óskum strákunum til hamingju með frábært fótboltasumar.

Nánar verður fjallað um árangur 3.flokks og fótboltasumarið hjá öllum yngri flokkum Þórs á heimasíðunni á næstu dögum.