Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fjórir Þórsarar komu við sögu þegar U17 ára landslið Íslands í fótbolta vann öruggan sigur á Norður-Makedóníu í undankeppni EM.
Undankeppnin fer fram á Íslandi og er leikið á Þróttarvellinum í Laugardal.
Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason eru í landsliðshópi Íslands auk Þórsaranna Egils Orra Arnarssonar og Sigurðar Jökuls Ingvasonar en þeir tveir síðarnefndu eru í dag leikmenn danska stórliðsins Midtjylland.
Ásbjörn, Egill, Einar og Sverrir voru í byrjunarliði Íslands í kvöld þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur á Norður-Makedóníu. Ásbjörn og Sverrir léku allan leikinn í vörn íslenska liðsins og Einar allan leikinn á miðjunni en Egill, sem bar fyrirliðaband Íslands, fór af velli á 84.mínútu.
Okkar menn sáttir í leikslok