Tillaga að lagabreytingu

Tillaga að lagabreytingu.

Í ljósi umræðna um lagabreytingar á síðasta Aðalfundi Íþróttafélagsins Þór, og eftir hann, er hér lögð fram tillaga að breytingu á 9. og 19. grein laga félagsins. Tillagan verður tekin fyrir á aðalfundi félagsins þann 30.apríl næstkomandi. 

Núverandi lög:

9. grein

· A) Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember. Aðalfundur skal haldinn fyrir 1. maí ár hvert og telst hann lögmætur sé hann auglýstur opinberlega með minnst sjö daga fyrirvara. Á aðalfundi skal formaður gefa greinargóða skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári. Einnig skal leggja fram ársreikning félagsins, yfirfarinn og áritaðan af endurskoðendum, til samþykktar. Áritaður ársreikningur skal liggja frammi á skrifstofu félagsins til skoðunar fyrir félagsmenn frá þeim tíma er auglýsing um aðalfund birtist.

19. grein

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þurfa þá að minnsta kosti 2/3 hlutar fundarmanna að vera breytingunum samþykkir. Frumvörp til lagabreytinga þarf að tilkynna stjórn félagsins skemmst tveim vikum fyrir aðalfund og enn fremur þarf að geta þeirra í aðalfundarboði. Lög þessi öðlast þegar gildi og með þeim eru úr gildi numin öll eldri lög Íþróttafélagsins Þórs.

Tillaga að breytingu:

9. grein

· A) Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember. Aðalfundur skal haldinn fyrir 1. maí ár hvert og telst hann lögmætur sé hann auglýstur opinberlega með minnst sjö fjórtán daga fyrirvara. Á aðalfundi skal formaður gefa greinargóða skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári. Einnig skal leggja fram ársreikning félagsins, yfirfarinn og áritaðan af endurskoðendum, til samþykktar. Áritaður ársreikningur skal liggja frammi á skrifstofu félagsins til skoðunar fyrir félagsmenn frá þeim tíma er auglýsing um aðalfund birtist.

19. grein Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þurfa þá að minnsta kosti 2/3 hlutar fundarmanna að vera breytingunum samþykkir. Frumvörp Tillögur til lagabreytinga þarf að tilkynna stjórn félagsins skemmst tveim vikum átta dögum fyrir aðalfund og enn fremur þarf að geta þeirra í aðalfundarboði. Aðalstjórn skal kynna á heimasíðu og/eða miðlum félagsins allar tillögur um lagabreytingar 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Lög þessi öðlast þegar gildi og með þeim eru úr gildi numin öll eldri lög Íþróttafélagsins Þórs.

Aðalstjórn Þórs