Tinna Björg Malmquist Gunnarsdóttir - Minning

Tinna Björg Malmquist Gunnarsdóttir

1983 -2023.

Minning.

Í undurfallegum texta Bjarna Hafþór Helgasonar „Ég er Þórsari“ standa þessi orð

„Hér liggja gamalgrónar rætur, ég gleymi aldrei hver ég er

Í hjarta mínu er ég Þórsari, er ég þórsari, er ég þórsari í hjarta mínu er ég þórsari, alltaf er ég þórsari“

Þessi orð eiga svo vel nú á þessari sorgar - og kveðjustund þegar við Þórsarar kveðju Tinnu Björg Malmquist Gunnarsdóttur í hinsta sinn.

Ræturnar hennar er svo sannarlega gamalgrónar og rekjanlegar allt til upphafsins árið 1915 og alla tíð hefur sú fjölskylda er Tinna er sprottin af, vitað hvaðan þau komu og verið í hjarta sínu Þórsari,

alltaf Þórsari.

Við Þórsarar allir nær og fjær lútum höfði.

Dómur almættisins hefur og mun alltaf verða á stundum sem þessari óskiljanlegur, enn í ljósi hans og þess að honum verður ekki breytt, trúum við því að Tinnu Björgu sé nú ætlað veigamikið hlutverk á himnum í ljósinu eilífa, og hugur okkar og innileg samúð er hjá börnum hennar Tinnu, foreldrum og systkinum.

Guð blessi minningu Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur.

Íþróttafélagið Þór