Tryggvi Snær og félagar Evrópumeistarar

Þórsarinn Tryggvi Snær Hlinason hampaði í kvöld Evrópumeistaratitli í kvöld þegar lið hans, Bilbao Basket, tapaði með tveggja stiga mun gegn PAOK í Grikklandi en Bilbao vann fyrri leikinn með sjö stiga mun og eru því sigurvegarar FIBA Europe Cup 2025.

Tryggvi átti góðan leik í kvöld við afar krefjandi aðstæður þar sem Grikkirnir voru gríðarlega vel studdir á sínum heimavelli.

Á sextán mínútum skoraði Tryggvi sjö stig, tók fimm fráköst, gaf tvær stoðsendingar og varði eitt skot en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og sneri til baka í kvöld.

Við óskum Tryggva innilega til hamingju með þennan magnaða árangur.

Smelltu hér til að skoða viðtal Thorsport við Tryggva frá því fyrr í vetur.