Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Íþróttafélagið Þór er á meðal þeirra félaga sem eru þátttakendur í samstarfsverkefninu Íþróttafélagi milli félagslegrar liðveislu Akureyrarbæjar og nokkurra íþróttafélaga. Markmið verkefnisins er að styðja við íþróttaiðkun barna í 1.-4. bekk sem eru með fjölþættan vanda.
Akureyrarbær hefur nú auglýst eftir starfsfólki í þetta verkefni. Um er að ræða nokkur stöðugildi í tímavinnu við að aðstoða börn með fjölþættan vanda í 1.-4. bekk að stunda skipulagðar íþróttaæfingar hjá Þór og öðrum félögum.
Hér eru helstu upplýsingar úr auglýsingu Akureyrarbæjar:
Vinnutíminn getur verið sveigjanlegur og er unnin í samvinnu við íþróttafélögin. Vinnutími er frá kl. 14:00-16:00 virka daga en líka seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi og/eða annarri vinnu.
Helstu verkefni eru:
Hæfniskröfur:
Umsókninni skulu fylgja upplýsingar um fyrri starfsreynslu og þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að.
Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.
Ráðingarsamningur er gerður við viðkomandi íþróttafélag. Íþróttafélagið ber ábyrgð á vinnuskipulagi og launagreiðslum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Halla Birgisdóttir Ottesen í síma 462-7998 og á netfanginu hallabirgis@akureyri.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.
Aðgengi að tölvu og aðstoð vegna umsókna stendur til boða í Þjónustuveri Akureyrarbæjar Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2023.