15.11.2023
Þórsarar máttu játa sig sigraða í hörkuleik gegn Olísdeildarliði Selfyssinga í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta sem fram fór Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Niðurstaðan varð eins marks sigur gestanna, 26-27. Kristján Páll Steinsson varði 22 skot í marki Þórs.
14.11.2023
Íþróttaeldhugi ársins verður valinn í annað sinn nú í lok árs og tilkynnt um útnefninguna í hófi Samtaka íþróttafréttamanna þegar íþróttamaður ársins 2023 verður krýndur.
11.11.2023
KA/Þór tók á móti Val í Olísdeild kvenna í handbolta í dag og var frítt á leikinn í boði Kjarnafæðis. Gestirnir voru þó ekki eins gjafmildir og Kjarnafæði því Valur fór heim með bæði stigin eftir 13 marka sigur, 19-32.
11.11.2023
Frítt er á leik KA/Þórs og Vals i dag í boði Kjarnafæðis.
11.11.2023
Handboltalið Þórs fer aftur af stað í Grill 66 deildinni í dag eftir tveggja vikna hlé frá síðasta leik. Strákarnir fara í Breiðholtið og mæta ÍR-ingum, en ásamt Þór er ÍR eitt af fimm liðum deildarinnar sem keppa um sæti í Olísdeildinni í vetur.
10.11.2023
Þórsarar sigruðu Hrunamenn með 22ja stiga mun í 6. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.